Sport

Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin Karl hirti bronsið.
Björgvin Karl hirti bronsið. mynd/snorri björnsson
Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons í einstaklingskeppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt upp úr miðnætti. Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu.

Eftir vasklega framgöngu í síðustu tveimur greinunum náði Björgvin Karl í bronsið, en hann endaði í fimmta sætinu í algjörlega síðustu grein mótsins.

Hann endaði með 766 stig, en Dan Bailey endaði í fjórða sætinu með 730 stig. Ben Smith vann með 915 stig, en Mathew Fraser var í öðru sætinu með 879 stig.

Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu frá kvennakeppninni þar sem allt stefnir í að Ísland eignist verðlaunahafa.


Tengdar fréttir

Annie Mist hætti keppni

Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×