Aston Martin boðin herstöð til smíði DBX Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 13:20 Aston Martin DBX. Svo mikið er Bretum í mun að halda smíði Aston Martin bíla í Bretlandi að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið Aston Martin gömul herstöð til smíði nýs jeppa sem er á teikniborði Aston Martin. Aston Martin hafði það í huga að smíða bílinn í einhverju landi þar sem laun eru lægri en í Bretlandi til að halda verði jeppans DBX niðri, en það yrði fyrsti jeppi sem Aston Martin hefur smíðað. Þessi gamla herstöð er ekki nema í tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðstöðvum Aston Martin, eða nálægt borginni Cardiff í Wales. Jaguar, Bentley, Maserati og Lamborghini eru öll að fara að hefja smíði jeppa fyrir efnaða kaupendur sem hugsað geta sér lúxusjeppa. Því vill Aston Martin að þeirra jeppi verði afar samkeppnishæfur í verði í samkeppninni við svo öfluga framleiðendur. Aston Martin kynnti þennan DBX jeppa almenningi á bílasýningunni í Genf síðastliðinn mars og var hann þá með tvíorkuaflrás, þ.e. ramótorum til aðstoðar öflugri vél. Hann var tveggja dyra, en búist er við því að framleiðslubíllinn verði fjögurra dyra og að hugsanlega muni Aston Martin sleppa rafmótorunum til að halda verði hans niðri. Aston Martin hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvar DBX verður framleiddur og til greina hefur komið að smíða hann í Bandaríkjunum til að færa hann sem næst helsta markaðnum fyrir bílinn. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Svo mikið er Bretum í mun að halda smíði Aston Martin bíla í Bretlandi að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið Aston Martin gömul herstöð til smíði nýs jeppa sem er á teikniborði Aston Martin. Aston Martin hafði það í huga að smíða bílinn í einhverju landi þar sem laun eru lægri en í Bretlandi til að halda verði jeppans DBX niðri, en það yrði fyrsti jeppi sem Aston Martin hefur smíðað. Þessi gamla herstöð er ekki nema í tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðstöðvum Aston Martin, eða nálægt borginni Cardiff í Wales. Jaguar, Bentley, Maserati og Lamborghini eru öll að fara að hefja smíði jeppa fyrir efnaða kaupendur sem hugsað geta sér lúxusjeppa. Því vill Aston Martin að þeirra jeppi verði afar samkeppnishæfur í verði í samkeppninni við svo öfluga framleiðendur. Aston Martin kynnti þennan DBX jeppa almenningi á bílasýningunni í Genf síðastliðinn mars og var hann þá með tvíorkuaflrás, þ.e. ramótorum til aðstoðar öflugri vél. Hann var tveggja dyra, en búist er við því að framleiðslubíllinn verði fjögurra dyra og að hugsanlega muni Aston Martin sleppa rafmótorunum til að halda verði hans niðri. Aston Martin hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvar DBX verður framleiddur og til greina hefur komið að smíða hann í Bandaríkjunum til að færa hann sem næst helsta markaðnum fyrir bílinn.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent