Nýtt lag og myndband: Páll Óskar syngur burt myrkrið og hatrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:48 "Líttu upp í ljós, þá stendur þú með skuggann í bakið,“ syngur Páll Óskar í nýja laginu. Söngvarinn síkáti Páll Óskar Hjálmtýsson hefur sent frá sér myndband við lagið Líttu upp í ljós sem er glænýtt af nálinni. Á Facebook-síðu söngvarans segir að lagið sé það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Þeir félagar hafa unnið að tónlist saman í þónokkurn tíma, og núna fyrst fær þjóðin að heyra fyrsta lagið af mörgum sem eru í vinnslu. „Líttu upp í ljós" er danslag af stærri gerðinni sem lætur hlustendur hoppa á staðnum, svitna duglega og missa nokkur kíló í leiðinni. Monika Abendroth hörpuleikari leiðir okkur inn í stuðið og út aftur,“ segir á síðunni. Þær Íris Hólm og Erna Hrönn sjá um bakraddir í laginu. Myndbandið, lagið og texta þess má nálgast hér að neðan. Kominn útúr mesta myrkrinu Vann mig útúr eigin sjálfheldu En ef að út af ber Og ef ég byrja að barma mér Þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði mér Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Komst í gegnum böns af bömmerum tæmdi gamalt dót af lagernum En ef ég læðist inn á gamla svarta staðinn minn þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði eitt sinn Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvarinn síkáti Páll Óskar Hjálmtýsson hefur sent frá sér myndband við lagið Líttu upp í ljós sem er glænýtt af nálinni. Á Facebook-síðu söngvarans segir að lagið sé það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Þeir félagar hafa unnið að tónlist saman í þónokkurn tíma, og núna fyrst fær þjóðin að heyra fyrsta lagið af mörgum sem eru í vinnslu. „Líttu upp í ljós" er danslag af stærri gerðinni sem lætur hlustendur hoppa á staðnum, svitna duglega og missa nokkur kíló í leiðinni. Monika Abendroth hörpuleikari leiðir okkur inn í stuðið og út aftur,“ segir á síðunni. Þær Íris Hólm og Erna Hrönn sjá um bakraddir í laginu. Myndbandið, lagið og texta þess má nálgast hér að neðan. Kominn útúr mesta myrkrinu Vann mig útúr eigin sjálfheldu En ef að út af ber Og ef ég byrja að barma mér Þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði mér Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Komst í gegnum böns af bömmerum tæmdi gamalt dót af lagernum En ef ég læðist inn á gamla svarta staðinn minn þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði eitt sinn Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið
Tónlist Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira