Mitsubishi lokar einu verksmiðju sinni í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 09:46 Mitsubishi Outlander PHEV tvíorkubíll. Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent
Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent