Hagnaður Benz upp um 54% Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 10:30 Aldrei hefur gengið eins vel í rekstri Mercedes Benz og nú. Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent
Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent