Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2015 19:12 Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24
Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20
Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36