Tækni Koenigsegg í ódýrari bíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 13:47 Koenigsegg One:1 er 1.341 hestafla ofurbíll sem setur nú hvert hraðametið á fætur öðru. Flestir ofurbílaframleiðendur heims eru í eigu stórra bílaframleiðenda. Þá á við um Ferrari, Lamborghini, Bugatti, Porsche og fleiri slíka framleiðendur. Einn ofurbílaframleiðandi stendur uppúr, bæði hvað það varðar að hann framleiðir öflugustu og sneggstu bíla heims og að auki er hann algjörlega sjálfstæður. Þetta er Koenigsegg frá Svíþjóð. Þar á bæ hafa ýmsar markverðar nýjungar komið fram sem einungis eru nýttar í örfáa smíðisbíla fyrirtækisins en verð þeirra hleypur líka á hundruðum milljóna króna. Í raun er það synd að þessar frábæru uppfinningar Koenigsegg skuli aðeins vera í svo fáum bílum og því hyggur sænska fyrirtækið á að annaðhvort framleiða sjálft ódýrari gerðir bíla sem nýta þessa tækni eða bindast öðrum stórframleiðanda bíla sem nýta myndi tækni Koenigsegg. Þessu greindi stofnandi og eigandi þess frá, Christian Koenigsegg, í nýlegu viðtali. Ef til vill eru þessar áætlanir Koenigsegg liður í að fjármagna frekari þróun ofurbíla sinna, þ.e. með því að selja stærri framleiðendum hugmyndir, eða að Christian Koenigsegg sér tækifæri í framleiðslu ódýrari bíla sem framleiddir yrðu í mun meira magni en bílar fyrirtækisins nú. Hvað sem verður ofaná getur það þó vart talist nema góðar fréttir í ljósi þeirra mögnuðu uppfinninga sem frá þessu litla fyrirtæki kemur. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Flestir ofurbílaframleiðendur heims eru í eigu stórra bílaframleiðenda. Þá á við um Ferrari, Lamborghini, Bugatti, Porsche og fleiri slíka framleiðendur. Einn ofurbílaframleiðandi stendur uppúr, bæði hvað það varðar að hann framleiðir öflugustu og sneggstu bíla heims og að auki er hann algjörlega sjálfstæður. Þetta er Koenigsegg frá Svíþjóð. Þar á bæ hafa ýmsar markverðar nýjungar komið fram sem einungis eru nýttar í örfáa smíðisbíla fyrirtækisins en verð þeirra hleypur líka á hundruðum milljóna króna. Í raun er það synd að þessar frábæru uppfinningar Koenigsegg skuli aðeins vera í svo fáum bílum og því hyggur sænska fyrirtækið á að annaðhvort framleiða sjálft ódýrari gerðir bíla sem nýta þessa tækni eða bindast öðrum stórframleiðanda bíla sem nýta myndi tækni Koenigsegg. Þessu greindi stofnandi og eigandi þess frá, Christian Koenigsegg, í nýlegu viðtali. Ef til vill eru þessar áætlanir Koenigsegg liður í að fjármagna frekari þróun ofurbíla sinna, þ.e. með því að selja stærri framleiðendum hugmyndir, eða að Christian Koenigsegg sér tækifæri í framleiðslu ódýrari bíla sem framleiddir yrðu í mun meira magni en bílar fyrirtækisins nú. Hvað sem verður ofaná getur það þó vart talist nema góðar fréttir í ljósi þeirra mögnuðu uppfinninga sem frá þessu litla fyrirtæki kemur.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent