Sala Volkswagen féll um 9% í júní Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 14:52 Nýir Volkswagen bílar. Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent