Nissan framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:59 Nissan Qashqai. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur Nissan selt fleiri bíla í Evrópu en Toyota og er með því stærsti japanski framleiðandinn sem selur bíla í álfunni. Toyota hefur verið söluhæsta japanska bílamerkið í Evrópu frá árinu 1998, en þá tók Toyota þann titil einmitt af Nissan. Nissan hefur aukið sölu sína í Evrópu í ár um 21% og selt 303.507 bíla á þessum fyrstu 6 mánuðum. Er markaðshlutdeild Nissan nú komin í 4,1% í Evrópu, en var 3,7% á fyrstu 6 mánuðunum í fyrra. Sala Toyota bíla jókst á sama tíma um 4,2% og seldi Toyota 293.968 bíla, svo ekki munar miklu á merkjunum, eða rétt um 10.000 bílum. Ein stærsta ástæðan fyrir minni vexti Toyota en Nissan er síminnkandi sala Toyota bíla á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, og of gamlar bílgerðir fyrirtækisins. Í Þýskalandi jókst sala Nissan bíla um 10% en minnkaði hjá Toyota um 7% og hefur Toyota lokað einum 100 söluumboðum í Þýskalandi vegna hinnar dvínandi sölu þar. Góð sala Nissan í Evrópu er ekki síst að þakka gríðarlega góðri sölu annarrar kynslóðar Nissan Qashqai jepplingsins og nemur hún nærri 41% sölu allra Nissan bíla í Evrópu. Volkswagen er áfram langstærsti bílasali í Evrópu, með um 12.1% af heildarsölunni. Volkswagen seldi 901.452 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og jók söluna um 9% frá fyrra ári. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur Nissan selt fleiri bíla í Evrópu en Toyota og er með því stærsti japanski framleiðandinn sem selur bíla í álfunni. Toyota hefur verið söluhæsta japanska bílamerkið í Evrópu frá árinu 1998, en þá tók Toyota þann titil einmitt af Nissan. Nissan hefur aukið sölu sína í Evrópu í ár um 21% og selt 303.507 bíla á þessum fyrstu 6 mánuðum. Er markaðshlutdeild Nissan nú komin í 4,1% í Evrópu, en var 3,7% á fyrstu 6 mánuðunum í fyrra. Sala Toyota bíla jókst á sama tíma um 4,2% og seldi Toyota 293.968 bíla, svo ekki munar miklu á merkjunum, eða rétt um 10.000 bílum. Ein stærsta ástæðan fyrir minni vexti Toyota en Nissan er síminnkandi sala Toyota bíla á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, og of gamlar bílgerðir fyrirtækisins. Í Þýskalandi jókst sala Nissan bíla um 10% en minnkaði hjá Toyota um 7% og hefur Toyota lokað einum 100 söluumboðum í Þýskalandi vegna hinnar dvínandi sölu þar. Góð sala Nissan í Evrópu er ekki síst að þakka gríðarlega góðri sölu annarrar kynslóðar Nissan Qashqai jepplingsins og nemur hún nærri 41% sölu allra Nissan bíla í Evrópu. Volkswagen er áfram langstærsti bílasali í Evrópu, með um 12.1% af heildarsölunni. Volkswagen seldi 901.452 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og jók söluna um 9% frá fyrra ári.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent