Subaru ásakað um þrældóm Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:30 Subaru Forester. Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent