Top Gear þríeykið á Amazon Prime Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 10:22 Top Gear þríeykið. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May sem stýrðu lengi Top Gear þáttunum á BBC hafa nú fundið nýjan vinnuveitanda. Þeir munu framleiða bílaþætti fyrir Amazon Prime sem selur áskrifendum sínum aðgang að bóka-, sjónvarps-, tónlistar-, tölvuleikja- og bókaefni. Framtíð þríeykisins hefur verið óljós frá því að Jeremy Clarkson var rekinn frá bresku sjónvarpsstöðinni fyrir ofboldisfulla hegðun. Hinir tveir samstarfsmenn hans ákváðu í kjölfarið að þiggja ekki áframhaldandi störf hjá BBC og vildu fylgja Jeremy við áframhaldandi framleiðslu bílaþátta á öðrum vettvangi og nú er ljóst hvar það verður. Tilvonandi bílaþáttur þeirra Top Gear manna hefur ekki enn fengið nafn en munu sýningar á þáttum þeirra hefjast á næsta ári. Good news! I've got a job with @AmazonVideoUK. Bad news! So have the other two. #AmazonPrime #ItSaysHere— James May (@MrJamesMay) July 30, 2015 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May sem stýrðu lengi Top Gear þáttunum á BBC hafa nú fundið nýjan vinnuveitanda. Þeir munu framleiða bílaþætti fyrir Amazon Prime sem selur áskrifendum sínum aðgang að bóka-, sjónvarps-, tónlistar-, tölvuleikja- og bókaefni. Framtíð þríeykisins hefur verið óljós frá því að Jeremy Clarkson var rekinn frá bresku sjónvarpsstöðinni fyrir ofboldisfulla hegðun. Hinir tveir samstarfsmenn hans ákváðu í kjölfarið að þiggja ekki áframhaldandi störf hjá BBC og vildu fylgja Jeremy við áframhaldandi framleiðslu bílaþátta á öðrum vettvangi og nú er ljóst hvar það verður. Tilvonandi bílaþáttur þeirra Top Gear manna hefur ekki enn fengið nafn en munu sýningar á þáttum þeirra hefjast á næsta ári. Good news! I've got a job with @AmazonVideoUK. Bad news! So have the other two. #AmazonPrime #ItSaysHere— James May (@MrJamesMay) July 30, 2015
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent