Sport

Phelps með besta tíma ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phelps fagnar eftir sigursundið í gær.
Phelps fagnar eftir sigursundið í gær. vísir/getty
Michael Phelps synti hraðar en allir aðrir í heiminum á bandaríska meistaramótinu í San Antonio í gærkvöldi, en hann náði næst besta tíma sögunnar í 100 metra flugsundi.

Phelps er ekki við keppni á heimsmeistaramótinu í Kazan þar sem hann var ekki valinn í bandaríska landsliðið vegna ölvunaraksturs fyrir skömmu.

Hann tók sig þá til og synti á 50,45 sekúndum sem er næst besti tíminn frá upphafi í greininni. Þessi tími hefði dugað honum til þess að verða heimsmeistari í flugsundinu í Kazan, en Suður-Afríkumaðurinn Chad Le Clos vann í Kazan með því að synda á 50,56 sekúndum.

Ian Crocker á besta tímann í 100 metra flugsndinu, en árið 2005 synti hann á 50,40 sekúndum. Þá var hann hins vegar ekki í hefðbundni sundskýlu sem nú verður að synda í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×