Miðasala á landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM 2016 hefst á þriðjudaginn klukkan 12:00 og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
Leikurinn fer fram sunnudaginn 6. september en þetta er þriðji síðasti leikur Íslands í A-riðli undankeppninnar. Ísland sækir Holland heim fimmtudaginn 3. september og svo koma íslensku strákarnir heim og taka á móti Kasökum.
Ísland vann fyrri leik liðanna í Astana með þremur mörkum gegn engu.
Eftir eru um 5000 miðar á leikinn er fram kemur á heimasíðu KSÍ.
Miðasala á leikinn við Kasakstan fór af stað fyrir mistök 10. júlí síðastliðinn en þá seldust 85 miðar.
Miðasala á leikinn gegn Kasakstan hefst á þriðjudaginn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
