Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Sveinn Rúnar er ekkert að skafa af því. vísir „Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“ Hinsegin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira