Volkswagen e-Golf ódýrari en Nissan Leaf í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:40 Volkswagen e-Golf SE. Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent