Mazda hættir sölu Mazda5 vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:11 Mazda5 fjölnotabíllinn. Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent