Kia GT4 Stinger árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 16:14 Kia GT4 Stinger. Kia hefur í dágóðan tíma haft á prjónunum að framleiða sportbíl og nú hefur verið staðfest frá höfuðstöðvum þeirra að svo verður, en ekki fyrr en árið 2020. Það verður hinn fríði Kia GT4 Stinger sem rúlla mun eftir færiböndum Kia eftir 5 ár, en sá bíll var kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra. Þar var hann kynntur með 315 hestafla vél og afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar eru. Vélin er aðeins 2,0 lítra sprengirými en með forþjöppu. Fyrri gerð þessa bíls sem nefndur var Kia GT Concept og sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 var með 3,3 lítra og 390 hestafla vél. Það hefur Kia mönnum ef til vill fundist yfirdrifið og henni skipt út fyrir minni en aflmikilli vél, líklega til að halda verði bílsins niðri. Það er ekki síst aðalhönnuður Kia, Peter Schreyer, sem hvatt hefur aðra stjórnendur Kia til að framleiða sportbíl, en það mun gera Kia merkið aðeins meira spennandi en það er í dag. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent
Kia hefur í dágóðan tíma haft á prjónunum að framleiða sportbíl og nú hefur verið staðfest frá höfuðstöðvum þeirra að svo verður, en ekki fyrr en árið 2020. Það verður hinn fríði Kia GT4 Stinger sem rúlla mun eftir færiböndum Kia eftir 5 ár, en sá bíll var kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra. Þar var hann kynntur með 315 hestafla vél og afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar eru. Vélin er aðeins 2,0 lítra sprengirými en með forþjöppu. Fyrri gerð þessa bíls sem nefndur var Kia GT Concept og sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 var með 3,3 lítra og 390 hestafla vél. Það hefur Kia mönnum ef til vill fundist yfirdrifið og henni skipt út fyrir minni en aflmikilli vél, líklega til að halda verði bílsins niðri. Það er ekki síst aðalhönnuður Kia, Peter Schreyer, sem hvatt hefur aðra stjórnendur Kia til að framleiða sportbíl, en það mun gera Kia merkið aðeins meira spennandi en það er í dag.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent