KR-ingar fá ekki að taka þátt í Evrópukeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 14:49 Pavel Ermolinskij og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson. Vísir/Þórdís Ekkert verður að því að Íslandsmeistarar KR í körfubolta taki þátt í Evrópukeppni félagsliða á komandi leiktíð en þetta varð ljóst eftir að FIBA Europe, Körfuknattleikssamband Evrópu, breytti fyrirkomulagi keppninnar. KR-ingar höfðu tilkynnt að þær ætluðu að reyna fyrir sér í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2007 en eftir að FIBA Europe fækkaði liðum í keppninni úr 64 í 56 varð ljóst að íslenska liðið fengi ekki þátttökurétt. KR-ingar áttu möguleika á að koma inn í forkeppni samkvæmt upprunalegu tilhögun keppninnar en yfirmenn hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu tóku sér það bessaleyfi að breyta uppsetningu keppninnar. KR-ingar munu því einbeita sér að mótum hér heima en KR-liðið vann fjóra af fimm titlum í boði í íslenska körfuboltanum á síðustu leiktíð. Körfuknattleiksdeild KR hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið en þróun mála eru vonbrigði fyrir stórhuga menn í Vesturbænum.Stjórn körfuboltadeildar KR þykir miður að tilkynna að meistaraflokkur karla mun ekki taka þátt í Evrópumeistaramóti á vegum FIBA.Körfuboltalið frá Íslandi hefur ekki tekið þátt í móti á vegum FIBA síðan 2007 þegar KR lék á móti Banvit frá Tyrklandi. Einnig breytti FIBA tilhögun keppninnar að því leyti að engin forkeppni verður og var sú ákvörðun tekin eftir að keppnin var auglýst og keppnisgögn send til aðildarfélaga. Upprunalega áttu 64 lið að taka þátt en var fækkað í 56 lið. Þar sem Ísland hefur ekki tekið þátt í keppninni undanfarin ár þá er Ísland neðst á styrkleikalistanum og því komst KR ekki inn í keppnina í ár.F.h. Körfuboltadeildar KRGuðrún Kristmundsdóttir Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Ekkert verður að því að Íslandsmeistarar KR í körfubolta taki þátt í Evrópukeppni félagsliða á komandi leiktíð en þetta varð ljóst eftir að FIBA Europe, Körfuknattleikssamband Evrópu, breytti fyrirkomulagi keppninnar. KR-ingar höfðu tilkynnt að þær ætluðu að reyna fyrir sér í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2007 en eftir að FIBA Europe fækkaði liðum í keppninni úr 64 í 56 varð ljóst að íslenska liðið fengi ekki þátttökurétt. KR-ingar áttu möguleika á að koma inn í forkeppni samkvæmt upprunalegu tilhögun keppninnar en yfirmenn hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu tóku sér það bessaleyfi að breyta uppsetningu keppninnar. KR-ingar munu því einbeita sér að mótum hér heima en KR-liðið vann fjóra af fimm titlum í boði í íslenska körfuboltanum á síðustu leiktíð. Körfuknattleiksdeild KR hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið en þróun mála eru vonbrigði fyrir stórhuga menn í Vesturbænum.Stjórn körfuboltadeildar KR þykir miður að tilkynna að meistaraflokkur karla mun ekki taka þátt í Evrópumeistaramóti á vegum FIBA.Körfuboltalið frá Íslandi hefur ekki tekið þátt í móti á vegum FIBA síðan 2007 þegar KR lék á móti Banvit frá Tyrklandi. Einnig breytti FIBA tilhögun keppninnar að því leyti að engin forkeppni verður og var sú ákvörðun tekin eftir að keppnin var auglýst og keppnisgögn send til aðildarfélaga. Upprunalega áttu 64 lið að taka þátt en var fækkað í 56 lið. Þar sem Ísland hefur ekki tekið þátt í keppninni undanfarin ár þá er Ísland neðst á styrkleikalistanum og því komst KR ekki inn í keppnina í ár.F.h. Körfuboltadeildar KRGuðrún Kristmundsdóttir
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn