Samvinna Suzuki og Volkswagen á enda Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:43 Ekki verður af samstarfi Suzuki og Volkswagen. Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent