Hraðatakmörkun á Nürburgring aflétt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:24 Gamlir keppnisbílar glíma við Nürburgring brautina. Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent
Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent