Toyota hættir framleiðslu Land Cruiser í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 16:09 Toyota Land Cruiser. Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi. Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent
Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi.
Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent