Milljón bíla sala á Spáni í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:16 Seat Leon. Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent
Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent