Erlent

Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr myndbandi ISIS þar sem tíu fangar samtakanna voru sprengdir í loft upp.
Úr myndbandi ISIS þar sem tíu fangar samtakanna voru sprengdir í loft upp.
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birtu í vikunni myndband sem sýndi vígamenn taka tíu manna hóp Talibana af lífi í Afganistan. Mennirnir voru sprengdir í loft upp. Talibanar hafa nú birt yfirlýsingu þar sem þeir fordæma ódæðið og segja það ólíðandi að nokkrir „óábirgir og fáfróðir“ einstaklingar geti framið slík grimmdarverk og þóst starfa í nafni Íslam og múslima.

Þetta kemur fram á opinberri heimasíðu Talibana þar sem leiðtogum þeirra er skipað að hafa hendur í hári vígamannanna sem tóku þátt í morðinu og refsa þeim samkvæmt Sharialögum.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að engin lög leyfi svona framkomu við fanga. Á vef Reuters fréttaveitunnar segir að Talibanar hafi margsinnis verið sakaðir um að koma hræðilega fram við afganska hermenn sem lenda í haldi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×