Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 22:49 Krystian á hjólinu sem um ræðir. Til hægri má sjá Shakrukh Khan. Vísir/Krystian/Getty Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira