Íslenski boltinn

BÍ/Bolungarvík fallið - KA og Þróttur jöfn að stigum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elfar Árni gerði tvö í dag.
Elfar Árni gerði tvö í dag. vísir/andri marínó
BÍ/Bolungarvík er fallið niður í 2. deild eftir tap gegn Fram á útivelli í dag en leikurinn fór 3-1 fyrir Fram.

Framarar fóru langleiðina með að tryggja sér sæti sitt í deildinni með sigrinum. Orri Gunnarsson  gerði tvö mörk fyrir Framara í leiknum.

Þórsarar unnu Gróttu 1-0 og er Grótta sem fyrr í fallsætinu. Jóhann Helgi Hannesson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins.

KA menn unnu auðveldan sigur á HK, 3-0,  en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir KA í leiknum.

Fjarðabyggð gerði sér lítið fyrir og vann Þrótt, 1-0, á heimavelli. Þróttarar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur umferðum og eru heldur betur að hleypa KA-mönnum inn í baráttuna um laust sæti í Pepsi-deildinni.

Liðin eru jöfn á stigum núna eða bæði með 33 stig. Víkingur Ó. er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 44 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×