Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra ingvar haraldsson skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Ásbjörn RE í Reykjavíkurhöfn. HB Grandi hyggst leggjast í endurnýjun skipaflotans fyrir 14 milljarða króna með fimm nýjum skipum. vísir/gva Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins. Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49
Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23