Flest stærstu sveitarfélögin jákvæð gagnvart móttöku fleira flóttafólks Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2015 11:00 Í síðasta mánuði kom metfjöldi flóttamanna til Evrópusambandins eða um 107 þúsund manns. Ríki Evrópu hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir vanmátt sinn við að ráða við verkefnið. Nordicphotos/AFP Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira