Sport

Stelpur á móti strákum í sögulegum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar eru klárar í slaginn.
Stelpurnar eru klárar í slaginn. Mynd/Rugby Ísland
Íslenskar konur eru farnir að stunda rugby-íþróttina hér á landi og þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik.

Undanfarna mánuði hefur verið átak hér á landi í eflingu á kvennarugby. Það er skemmst frá því að segja að vel hefur gengið og nú er svo komið að stelpurnar hafa skorað á strákana í sinn fyrsta leik.

Leikurinn fer fram næstkomandi laugardag klukkan 17:00 á íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda.

Leikið verður með svokölluðu „touch“ fyrirkomulagi þar sem í stað tæklinga þarf að ná að snerta andstæðing með tveim höndum til þess að stöðva sókn.

Þetta verður í fyrsta skipti sem rugby lið eingöngu skipað konum spilar leik hér á landi.

Vonir standa til þess að senda kvennalið á opið mót í Kaupmannahöfn að ári þar sem karlalið Rugbyfélags Reykjavíkur hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár.

Mynd/Rugby Ísland
Mynd/Rugby Ísland
Mynd/Rugby Ísland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×