Tugir flóttamanna köfnuðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Lögreglan rannsakar flutningabifreiðina, sem er með ungverskar númeraplötur en merkt slóvakísku kjúklingafyrirtæki. Vísir/AP Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira