Tesla Model S P85D fékk 103 stig hjá Consumer Report Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 15:24 Tesla Model S P85D. Það gerist ekki oft að svo góðir bílar reka á slóðir bílaprófunarmanna að það þurfi að endurskilgreina hvað „frábært“ sé. Það gerðist þó í tilviki Tesla Model S P85D bílsins þegar Consumer Reports prófaði bílinn en hann fékk 103 á 100 stiga skala. Því hefur þessi bíll sett nýja viðmiðun og Consumer Reports þarf að hugsa upp nýja einkunnagjöf uppfrá þessu. Með undraverðri hröðun, ótrúlega stuttri hemlavegalengd, engri eyðslu jarðefnaeldsneytis, frábærum aksturseiginleikum og endalausri nýrri tækni slær þessi bíll við öllum öðrum að sögn prófunarmanna Consumer Reports. Einu tilvikin þar sem Teslan fékk ekki allra hæstu einkunn var hvað varðar efnisnotkun í innréttingu, hljóð að innan og langdrægni. Auk þess var bíllinn ekki það lengi í prófun að fella hafi mátt dóm um endingu hans og bilanatíðni, en fyrri Tesla bílar hafa sannað að þar skora þeir hátt. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent
Það gerist ekki oft að svo góðir bílar reka á slóðir bílaprófunarmanna að það þurfi að endurskilgreina hvað „frábært“ sé. Það gerðist þó í tilviki Tesla Model S P85D bílsins þegar Consumer Reports prófaði bílinn en hann fékk 103 á 100 stiga skala. Því hefur þessi bíll sett nýja viðmiðun og Consumer Reports þarf að hugsa upp nýja einkunnagjöf uppfrá þessu. Með undraverðri hröðun, ótrúlega stuttri hemlavegalengd, engri eyðslu jarðefnaeldsneytis, frábærum aksturseiginleikum og endalausri nýrri tækni slær þessi bíll við öllum öðrum að sögn prófunarmanna Consumer Reports. Einu tilvikin þar sem Teslan fékk ekki allra hæstu einkunn var hvað varðar efnisnotkun í innréttingu, hljóð að innan og langdrægni. Auk þess var bíllinn ekki það lengi í prófun að fella hafi mátt dóm um endingu hans og bilanatíðni, en fyrri Tesla bílar hafa sannað að þar skora þeir hátt.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent