Yrðlingarnir þurfa að komast til refs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:45 Eyjólfur Eyjólfsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum. Vísir/Ernir Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni. Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni.
Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira