„Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2015 16:45 Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“ Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Okkur finnst við ekki geta annað en að vera tilbúin til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ef þörf er á. Evrópusambandið á auðvitað ekki að geta komið svona fram, það á að vera fullfært um að gera samninga sem standa,“ segir Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðar atvinnulífsins, sem ætlar í hart við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sjái þeir ekki að sér vegna riftunar á samningi við Fræðslumiðstöðina. Í gær birti Umboðsmaður Evrópusambandsins álit sitt vegna kvörtunar Fræðslumiðstöðar yfir því að samningur sem byggði á IPA-styrk frá ESB hafði verið rift einhliða í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður á ís árið 2014. Umboðsmaðurinn kvað fast að máli og gagnrýndi framferði Framkvæmdastjórnarinnar harkalega. Ingibjörg er ánægð með afstöðu Umboðsmanns. „Við erum fyrst og fremst ánægð með að tekið hafi verið algjörlega undir okkar sjónarmið. Við erum einnig ánægð með hvað Umboðsmaður Evrópusambandsins er afdráttarlaus í sinni afstöðu. Það er spurning hvað Evrópusambandið gerir. Þeir hafa einu sinni hafnað vinsamlegri lausn í þessu máli. “Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsinsVísir/GVAFræðslumiðstöð tilbúinn til þess að semja Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins var eini aðilinn af þeim sem höfðu fengið samþykkta samninga þegar aðildarviðræðurnar voru settar á ís sem ákvað að fara með riftun á samningi sínum við ESB vegna IPA-styrkja til Umboðsmanns Evrópusambandsins. „Eitt af atriðunum sem Umboðsmaðurinn nefnir í áliti sínu er að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sé ekki opinber stofnun heldur frjáls félagasamtök og það virðst skipta máli, það er sérstaklega tekið fram. Flestir hafa með einhverjum hætti gengið frá sínum málum. Enginn nema við fórum í þær aðgerðir að kvarta til Umboðsmanns.“ Ingibjörg telur að framkvæmdastjórnin muni sjá að sér vegna þess hve afdráttarlaus Umboðsmaður er í niðurstöðu sinni. Fræðslumiðstöð sé tilbúinn til þess að semja og hafi í raun alltaf verið það. „Við erum auðvitað tilbúin til að semja og við vonum að Evrópusambandið sé tilbúið til þess. Umboðsmaður kveður svo fast að orði að við trúum ekki öðru en að þeir muni sjá að sér. Við höfum verið tilbúinn til þess að semja á öllum stigum málsins.“Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst.Vísir/Anton BrinkÁlitið sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst, segir að varla sé hægt að kveða fastara að orði en Umboðsmaður Evrópusambandsins geri í áliti sínu. „Í þessu tilfelli kveður Umboðsmaður býsna fast að orði um þetta tiltekna mál. Umboðsmaður segir að framkvæmdastjórnin hafi sýnt af sér alvarleg stjórnsýsluafglöp og að hún hafi beinlínis breytt rangt gegn betri vitund. Það er ekki hægt að kveða mikið fastar að orði í svona opinberum gögnum eins og gert er í áliti Umboðsmannsins“ Magnús telur einnig að líklegt sé að þetta álit Umboðsmannsins verði sterkt vopn fari málið fyrir dómstóla en álit Umboðsmannsins sé ekki bindandi fyrir Framkvæmdastjórn ESB og ekki sé víst að hún fari eftir álitinu. „Málið þarf væntanlega að fara fyrir dómstóla til að knýja eitthvað fram en auðvitað er þetta álit væntanlega mjög sterkt vopn fyrir dómstólum fari þetta mál þangað. Ég geri frekar ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin telji sig knúna til þess að minnsta kosti svara þessu áliti en það er ekki víst hvort að hún fari eftir þessu áliti.“ Embætti Umboðsmanns Evrópusambandsins var sett á laggirnar árið 1992 og gegnir sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. „Þetta er embætti sem komið var á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og tók fljótlega til starfa eftir að hann gekk í gildi. Þetta embættir gegnir mjög sambærilegu hlutverki og Umboðsmaður Alþingis hér á landi. Þetta er aðili sem er skipaður af Evrópuþinginu og hefur það hlutverk að skoða athafnir stofnanna Evrópusambandsins, bæði upp á eigin spýtur eða vegna umkvartana frá lögaðilum.“
Alþingi Tengdar fréttir Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25 Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Evrópustofu lokað Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. 17. ágúst 2015 10:25
Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar ESB þegar IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var rift. 25. ágúst 2015 19:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent