Kvef eða lungnabólga? skjóðan skrifar 26. ágúst 2015 15:00 vísir/afp Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira