Ástin er það sem allt snýst um Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 10:15 Hópurinn samanstendur af atvinnuleikurum og krökkum sem taka á móti gestunum í forsal Borgarleikhússins á sýningunni í kvöld sem hefst klukkan 19. Vísir/Stefán „Ást og ástleysi er lokaverkið í fimm verka röð um mannlegt eðli og að enda á ástinni er engin tilviljun, hún er það sem maður heldur að geti bjargað heiminum. Ástin er kannski það sem allt snýst um. Eins og í fyrri verkum erum við að velta líka fyrir okkur andstæðum og andstæðan við ástina er kuldi – ekki hatur heldur kuldi,“ segir Steinunn Knútsdóttir leikstjóri í sýningu Áhugaleikhúss atvinnumanna í Borgarleikhúsinu. Ástin er yfirgripsmikið efni og því segir Steinunn leikhópinn hafa sóst eftir sönnum sögum. Því hafi hann kallað eftir ástarbréfum og orðið vel ágengt í þeirri söfnun. Töluvert af þeim bréfum sem bárust segir hún notuð í sýningunni. „Við fengum mörg bréf frá ólíku fólki og völdum aðallega bréf um ást milli elskenda. Þessi bréf eru hjartað í sýningunni. Þar er ekki bara um rómantíska mynd af ástinni að ræða heldur er þar auðfundið hversu erfið ástin er og nátengd sársaukanum. Við fjöllum nefnilega líka um væntingar og vonbrigði, upphaf og ástleysi, því í sýningunni eru sögur af slitum og endalokum. Það var magnað að komast í tæri við þessi bréf.“ Um 30 manns taka þátt í sýningunni, þar af tuttugu börn sem taka á móti áhorfendum í forsal Borgarleikhússins og eiga við þá samtal, að sögn Steinunnar. „Þetta er þátttökuleihús,“ tekur hún fram. „Fólk mætir ekki til að gleyma sér heldur til að rifja upp og muna, hugsa um ástina í eigin lífi og þýðingu hennar. Við leikhúsfólkið erum ekki að leggja til ákveðna sýná ástina heldur veita rými til að áhorfandinn geti velt spurningum fyrir sér með okkur og áfram.“ En leggja áhorfendur til setningar í sýninguna? „Nei, ekki frekar en þeir vilja. Hver og einn verður samt að fara í gegnum ákveðð ferli, því þennan klukkutíma sem sýningin stendur ætlum við að hugleiða ástina. Við erum ekki að búa til sögur, heldur eru þær raunverulegar. Sýningin hefst klukkan 19 í kvöld á upphafsdegi hátíðarinnar Lókal og Reykjavík Dansfestival. Eldri verk Áhugaleikhússins verða öll á dagskrá hátíðarinnar líka. „Það er hrikalegt fyrirtæki að vera með fimm mismunandi sýningar,“ viðurkennir Steinunn en bætir „Þó er mjög gaman að takast á við það verkefni.“ Verk Áhugaleikhúss atvinnumannaÓdauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi sem var frumsýnt í Kling og Bang vorið 2005Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna sem var frumsýnt í Nýlistasafninu í ársbyrjun 2009Ódauðlegt verk um stríð og frið sem var forsýnt á Lókal í Smiðjunni haustið 2009 og frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu vorið 2010Ódauðlegt verk um draum og verkuleika sem var frumsýnt í Útgerðinni í Hugmyndahúsi háskólanna 2010Ódauðlegt verk um ást og ástleysi frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 19.Öll verkin eru sýnd á Lókal og Reykjavík Dansfestival: Stjórn og stjórnleysi, Stríð og friður og Ást og ástleysi í Borgarleikhúsinu, Draumur og veruleiki í Tunglinu, nýju rými Listaháskólans við Austurstræti 22, og Samhengi hlutanna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ást og ástleysi er lokaverkið í fimm verka röð um mannlegt eðli og að enda á ástinni er engin tilviljun, hún er það sem maður heldur að geti bjargað heiminum. Ástin er kannski það sem allt snýst um. Eins og í fyrri verkum erum við að velta líka fyrir okkur andstæðum og andstæðan við ástina er kuldi – ekki hatur heldur kuldi,“ segir Steinunn Knútsdóttir leikstjóri í sýningu Áhugaleikhúss atvinnumanna í Borgarleikhúsinu. Ástin er yfirgripsmikið efni og því segir Steinunn leikhópinn hafa sóst eftir sönnum sögum. Því hafi hann kallað eftir ástarbréfum og orðið vel ágengt í þeirri söfnun. Töluvert af þeim bréfum sem bárust segir hún notuð í sýningunni. „Við fengum mörg bréf frá ólíku fólki og völdum aðallega bréf um ást milli elskenda. Þessi bréf eru hjartað í sýningunni. Þar er ekki bara um rómantíska mynd af ástinni að ræða heldur er þar auðfundið hversu erfið ástin er og nátengd sársaukanum. Við fjöllum nefnilega líka um væntingar og vonbrigði, upphaf og ástleysi, því í sýningunni eru sögur af slitum og endalokum. Það var magnað að komast í tæri við þessi bréf.“ Um 30 manns taka þátt í sýningunni, þar af tuttugu börn sem taka á móti áhorfendum í forsal Borgarleikhússins og eiga við þá samtal, að sögn Steinunnar. „Þetta er þátttökuleihús,“ tekur hún fram. „Fólk mætir ekki til að gleyma sér heldur til að rifja upp og muna, hugsa um ástina í eigin lífi og þýðingu hennar. Við leikhúsfólkið erum ekki að leggja til ákveðna sýná ástina heldur veita rými til að áhorfandinn geti velt spurningum fyrir sér með okkur og áfram.“ En leggja áhorfendur til setningar í sýninguna? „Nei, ekki frekar en þeir vilja. Hver og einn verður samt að fara í gegnum ákveðð ferli, því þennan klukkutíma sem sýningin stendur ætlum við að hugleiða ástina. Við erum ekki að búa til sögur, heldur eru þær raunverulegar. Sýningin hefst klukkan 19 í kvöld á upphafsdegi hátíðarinnar Lókal og Reykjavík Dansfestival. Eldri verk Áhugaleikhússins verða öll á dagskrá hátíðarinnar líka. „Það er hrikalegt fyrirtæki að vera með fimm mismunandi sýningar,“ viðurkennir Steinunn en bætir „Þó er mjög gaman að takast á við það verkefni.“ Verk Áhugaleikhúss atvinnumannaÓdauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi sem var frumsýnt í Kling og Bang vorið 2005Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna sem var frumsýnt í Nýlistasafninu í ársbyrjun 2009Ódauðlegt verk um stríð og frið sem var forsýnt á Lókal í Smiðjunni haustið 2009 og frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu vorið 2010Ódauðlegt verk um draum og verkuleika sem var frumsýnt í Útgerðinni í Hugmyndahúsi háskólanna 2010Ódauðlegt verk um ást og ástleysi frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 19.Öll verkin eru sýnd á Lókal og Reykjavík Dansfestival: Stjórn og stjórnleysi, Stríð og friður og Ást og ástleysi í Borgarleikhúsinu, Draumur og veruleiki í Tunglinu, nýju rými Listaháskólans við Austurstræti 22, og Samhengi hlutanna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Menning Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira