Seat Altea skipt út fyrir jeppling Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 12:42 Seat Altea XL. Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent