Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 15:38 Um þúsund manns fengu sektir um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira