Volkswagen Tiguan Coupé R Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 10:09 Volkswagen Tiguan Coupé R. Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE. Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent
Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE.
Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent