Mercedes Benz E-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 09:35 Mercedes Benz S-Class Maybach. Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent