Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 23. ágúst 2015 20:00 Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira