Túlkunin er frjálsari núna en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:00 Fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið, segir Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona. Vísir/GVA Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira