Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Bibbi leggur mikið á sig fyrir Mannakjöt. „Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina. Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina.
Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30
Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00