Markverðir Blika halda oftast hreinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2015 06:00 Sonný og Gunnleifur hafa varið mark Breiðabliks með stæl í sumar. vísir/anton „Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
„Hann má vera stoltur af okkur held ég,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður karlaliðs Breiðabliks þegar hann er spurður út í markmannsþjálfara Blika, Ólaf Pétursson. Ólafur getur heldur ekki mikið kvartað yfir markvörðunum sínum í sumar. Gunnleifur hefur þegar haldið átta sinnum hreinu og fengið fæst mörk á sig af markvörðum Pepsi-deildar karla. Sonný Lára Þráinsdóttir hefur síðan gert enn betur, hún hefur haldið hreinu í 11 af 13 leikjum Blikanna í Pepsi-deild kvenna og fékk síðast á sig mark í 3. umferð í maí. „Ólafur Pétursson er frábær markmannsþjálfari. Hann skilur leikinn svo vel og það er gott að ræða hlutina við hann. Hann er ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum,“ segir Gunnleifur. Ólafur er ekki aðeins markmannsþjálfari Sonnýjar því hann er einnig aðstoðarþjálfari liðsins. „Við erum með sama markmannsþjálfara og það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Sonný. Hún hefur haldið hreinu í 11 leikjum en vill ekki vera að gera of mikið úr þeirri tölfræði. „Það er miklu mikilvægara að fá öll þrjú stigin en hvort þú heldur hreinu eða ekki. Það hjálpar hins vegar mikið að fá ekki á sig mark,“ segir Sonný létt. „Þetta hefur smollið rosalega vel saman hjá okkur. Ég er að tala mikið við þær og þær við mig. Öll varnarlínan er búin að standa sig gríðarlega vel,“ segir Sonný. Hún eins og Gunnleifur leggur áherslu á það að þetta snúist nú ekki bara um markvörðinn. „Það er ekki bara ég sem er að halda hreinu því varnarleikurinn er búinn að vera mjög góður alveg frá fremsta manni. Það er það sem skilar þessu því ef ég væri einn í marki þá væri ég búinn að fá þúsund mörk á mig,“ segir Gunnleifur. Hann er samt sáttur með sitt sumar. „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég held að Óli sé það líka,“ segir Gunnleifur.Blikar eru í góðri stöðu, bæði í Pepsi-deild karla og kvenna.vísir/antonSonný Lára verður 29 ára seinna á þessu ári en hún hélt lengi tryggð við Fjölnisliðið. „Ég kom bara í Breiðablik í fyrra og þetta er því bara annað tímabilið mitt. Ég hef ekki verið í titilbaráttu í úrvalsdeild áður. Við vorum að elta mikið í fyrra og þetta er því nýtt fyrir mér,“ segir Sonný sem var í baráttunni á botni deildarinnar þegar hún var í Fjölni. „Það er miklu skemmtilegra að vera í toppbaráttunni,“ segir Sonný en af hverju Breiðablik? „Ég var búin að vera í 1. deildinni með Fjölni í þrjú sumur og langaði að prófa að fara í úrvalsdeildina áður en ég hætti. Ég vildi ekki bíða of lengi. Ég tók slaginn í fyrra og sé ekki eftir því núna,“ segir Sonný. Gunnleifur Gunnleifsson fagnaði fertugafmæli sínu á dögunum og hefur sjaldan leikið betur en í sumar sem er hans þriðja tímabil með Breiðabliki.„Ég skil það svo sem vel að fólk sé að tala um að ég sé orðinn 40 ára. Það er allt í lagi og truflar mig ekki neitt. Skrokkurinn á mér er í góðu standi og ég nýt þess bara að spila með frábæru liði og frábærum strákum. Það gengur vel. Þegar fótboltinn gengur vel þá gengur lífið yfirleitt vel hjá okkur fótboltamönnunum,“ segir Gunnleifur í léttum tón.Hann hrósar Sonný og kvennaliðinu. „Það er frábær árangur hjá henni og kvennaliði Blika að vera bara búnar að fá á sig tvö mörk. Sonný er líka búin að standa sig frábærlega. Hún hefur marga góða kosti sem markmaður og er ótrúlega flott manneskja,“ segir Gunnleifur.Hann yfirgaf FH sem Íslandsmeistari eftir 2012-tímabilið en hvorki hann né FH hafa unnið titilinn síðan. Nú er hann ásamt Blikaliðinu í baráttunni um titilinn við FH.„Auðvitað viljum við verða Íslandsmeistarar og við teljum okkur vera með nógu gott lið til þess að fara alla leið,“ segir Gunnleifur.Blikar eiga möguleika á að vinna tvöfalt enda bæði liðin búin að safna mörgum stigum í sumar. „Það er rosa stemning í félaginu og búið að vera í allt sumar og í vetur líka. Það er vel hugsað um kvennaliðið hjá okkur og allt til alls fyrir bæði liðin,“ segir Gunnleifur. Sonný Láru vantar „bara“ 80 mínútur upp á að halda marki sínu hreinu í þúsund mínútur í Pepsi-deildinni en það mun reyna á hana og Blikavörnina í kvöld þegar liðið heimsækir Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þær eru búnar að styrkja sig mikið síðan í síðasta leik við okkur og komnar með fjóra nýja erlenda leikmenn. Við erum ekkert smeykar. Þær eru vissulega með hörkulið en við erum með hörkulið líka,“ segir Sonný.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira