Citroën kynnir arftaka Mehari Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 15:33 Citroën Mehari. Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent