Hvar er Kalli? Ritstjórn skrifar 20. ágúst 2015 09:07 Það þekkja sennilega allir bækurnar Hvar er Valli? um karakterinn Valla sem virðist hafa sérstaklega gaman af því að fela sig í miklum mannfjölda í röndóttu peysunni sinni. Nú er hinsvegar á leiðinni ný, og fágaðari útgáfa af þessari frægu bók. Í stað þess að leita að Valla, þá leitar þú að Kalla, Karl Lagerfeld. Annar höfundur bókarinnar er Stacey Caldwell, aðstoðarforstjóri tískumerkisins Thakoon. Hún segir hugmyndina hafa komið þegar hún sá þegar fólk hitti Karl á förnum vegi í París, að þá lét það eins og það væri eina fólkið í veröldinni sem væri það heppið að hitta hann. Fimm mínútum seinna myndi leikurinn svo endurtaka sig. Í bókinni hefur röndóttu peysunni verið skipt út fyrir einkennisklæðnað Lagerfeld; svört, þröng jakkaföt, hvít skyrta, svart bindi og sólgleraugu. Staðirnir sem hægt er að finna Kalla á eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Eitt þekktasta kaffihúsið í París Café de Flore, Met Gala í New York, Coqui Coqui ströndin í Tulum og Chanel tískusýningin í Grand Palais í París eru meðal staðanna sem Kalli felur sig á. Það skemmtilega við bókina er að á meðan þú leitar að Kalla, þá eru í þvögunni þónokkrir þekktir einstaklingar. Fatahönnuðirnir Pheobe Philo og Riccardo Tici ásamt fyrirsætunni Lily Aldridge. Áhugasamir geta pantað bókina fyrirfram hér, en hún kemur út 15. september. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Snoðuð Kate Hudson Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour
Það þekkja sennilega allir bækurnar Hvar er Valli? um karakterinn Valla sem virðist hafa sérstaklega gaman af því að fela sig í miklum mannfjölda í röndóttu peysunni sinni. Nú er hinsvegar á leiðinni ný, og fágaðari útgáfa af þessari frægu bók. Í stað þess að leita að Valla, þá leitar þú að Kalla, Karl Lagerfeld. Annar höfundur bókarinnar er Stacey Caldwell, aðstoðarforstjóri tískumerkisins Thakoon. Hún segir hugmyndina hafa komið þegar hún sá þegar fólk hitti Karl á förnum vegi í París, að þá lét það eins og það væri eina fólkið í veröldinni sem væri það heppið að hitta hann. Fimm mínútum seinna myndi leikurinn svo endurtaka sig. Í bókinni hefur röndóttu peysunni verið skipt út fyrir einkennisklæðnað Lagerfeld; svört, þröng jakkaföt, hvít skyrta, svart bindi og sólgleraugu. Staðirnir sem hægt er að finna Kalla á eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Eitt þekktasta kaffihúsið í París Café de Flore, Met Gala í New York, Coqui Coqui ströndin í Tulum og Chanel tískusýningin í Grand Palais í París eru meðal staðanna sem Kalli felur sig á. Það skemmtilega við bókina er að á meðan þú leitar að Kalla, þá eru í þvögunni þónokkrir þekktir einstaklingar. Fatahönnuðirnir Pheobe Philo og Riccardo Tici ásamt fyrirsætunni Lily Aldridge. Áhugasamir geta pantað bókina fyrirfram hér, en hún kemur út 15. september. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Snoðuð Kate Hudson Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Ísland í aðalhlutverki í jólalínu Ikea Glamour Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour