Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 31. ágúst 2015 20:15 Kári í leik með Malmö gegn Celtic í Glasgow á dögunum. Vísir/Getty „Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira