Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2015 14:00 Birkir fagnar markinu gegn Lech Poznan. Vísir/Getty Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Birkir Bjarnason segir að honum líka lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.„Mér líður mjög vel í Sviss. Ég er búinn að koma mér vel fyrir, hef spilað vel og liðið líka,“ segir Birki. Basel hefur unnið alla sjö leiki sína og er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Hins vegar er liðið úr leik í Meistaradeildinni án þess að hafa tapað leik. Liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Maccabi Tel Aviv í síðari leiknum eftir 2-2 jafntelfi heima. Ísraelska liðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Það var mjög svekkjandi, sérstaklega ef þú skoðar þessa tvo leiki,“ segir Birki augljóslega svekktur. Nú sé hins vegar ekkert annað í stöðunni en að einbeita sér að Evrópudeildinni.Sigurmarkið gegn Lech Poznan Birkir hefur verið inn og út úr liðinu frá því hann kom frá Pescara í sumar. Hann hefur byrjað þrjá leiki í deildinni og tvisvar komið inn á sem varamaður. Þá opnaði hann markareikning sinn fyrir Basel í 1-0 sigri gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar. „Svissneska deildin er mjög svipuð þeirri ítölsku. Auðvitað er sú ítalska sterkari en leikstíllinn og kerfin eru svipuð,“ segir Birkir. Hann ræðir sem fyrr við blaðamenn á íslensku þrátt fyrir að hafa búið meirihluta ævi sinnar utan Íslands. Fyrst í Noregi, svo Belgíu og Ítalíu áður en Sviss varð lendingin. „Það eru þó nokkrir í liðinu sem tala ítölsku þannig að ég nota bæði ítölsku og ensku - já og norsku,“ segir Birkir. Tungumálin eru því orðin fjögur sem hann getur talað og það fimmta á leiðinni. „Ég fer að byrja að læra þýsku.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08