Arnar um vítaklúður Glenn: Þetta er lengra framhjá en það virðist vera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2015 14:30 Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira