Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2015 23:24 Á myndinni sést glögglega hversu langt röðin nær, niður stigann og á fyrstu hæð byggingarinnar, sem og yfirfullar ruslatunnurnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Á efri hæð byggingarinnar mátti víða sjá yfirfullar ruslafötur og á tímabili náði röðin í gegnumlýsingartækin allt niður í innritunarsal flugstöðvarinnar. Þrátt fyrir það gekk dagurinn að mestu stórslysalaust fyrir sig ef marka má Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia – sérstaklega ef litið er til þess að um 2600 manns fóru um gegnumlýsingartækin á einni klukkustund þegar mest var. Því hafi ferðalangar, þrátt fyrir þennan mikla fjölda í flugstöðinni, ekki þurft að „bíða nema hálftíma“ þegar örtröðin var hvað mest. Hún hafi þó bitnað töluvert á aðgengi ræstitækna sem ekki gátu tæmt ruslatunnurnar á efri hæðinni og því hafi ruslið tekið að hrúgast upp eins og myndin hér að ofan ber með sér. Það hafi þó einungis verið um stundarsakir meðan greitt var úr mestu ferðamannaflækjunni fyrir hádegi. Guðni segir að alla jafna séu sunnudagar stærstu dagarnir í flugstöðinni. Þá sé fólk ýmist að koma heim úr helgarferðum eða ferðamenn aftur að halda til síns heima úr slíkum ferðum. Þá er ferðamannstraumurinn hvað mestur í júlí og ágúst og hafa síðustu sunnudagar verið álíkar fjölmennir í flugstöðinni. Það er því eflaust ekki úr vegi að leggja leið sína snemma í Leifsstöð vilji ferðamenn sleppa við mestu tafirnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Á efri hæð byggingarinnar mátti víða sjá yfirfullar ruslafötur og á tímabili náði röðin í gegnumlýsingartækin allt niður í innritunarsal flugstöðvarinnar. Þrátt fyrir það gekk dagurinn að mestu stórslysalaust fyrir sig ef marka má Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia – sérstaklega ef litið er til þess að um 2600 manns fóru um gegnumlýsingartækin á einni klukkustund þegar mest var. Því hafi ferðalangar, þrátt fyrir þennan mikla fjölda í flugstöðinni, ekki þurft að „bíða nema hálftíma“ þegar örtröðin var hvað mest. Hún hafi þó bitnað töluvert á aðgengi ræstitækna sem ekki gátu tæmt ruslatunnurnar á efri hæðinni og því hafi ruslið tekið að hrúgast upp eins og myndin hér að ofan ber með sér. Það hafi þó einungis verið um stundarsakir meðan greitt var úr mestu ferðamannaflækjunni fyrir hádegi. Guðni segir að alla jafna séu sunnudagar stærstu dagarnir í flugstöðinni. Þá sé fólk ýmist að koma heim úr helgarferðum eða ferðamenn aftur að halda til síns heima úr slíkum ferðum. Þá er ferðamannstraumurinn hvað mestur í júlí og ágúst og hafa síðustu sunnudagar verið álíkar fjölmennir í flugstöðinni. Það er því eflaust ekki úr vegi að leggja leið sína snemma í Leifsstöð vilji ferðamenn sleppa við mestu tafirnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira