Arnar: Mótið er eiginlega búið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:48 Arnar Grétarsson. vísir/ernir „Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
„Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01