Arnar: Mótið er eiginlega búið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. ágúst 2015 21:48 Arnar Grétarsson. vísir/ernir „Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Auðvitað er maður drullusvekktur að hafa fengið þetta þarna í endann til að halda okkur inn í þessum bardaga þarna uppi til að gera þetta spennandi en ég held að mótið sé eiginlega svolítið game over,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks svekktur yfir vítaspyrnunni sem fór forgörðum undir lok leiksins í kvöld. „Við tökum bara næsta leik og ef við vinnum Víking þá skoðum við stöðuna. Auðvitað er það þannig að við munum fara í hvern einasta leik til að vinna og svo sjáum við hverju það skilar. Við gerðum það klárlega mun erfiðara með því að tapa hér tveimur stigum í kvöld.“ Breiðablik byrjaði leikinn mjög vel og kom Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis í raun í veg fyrir að heimamenn næðu forystunni. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og spiluðum fínan fyrri hálfleik. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera tvö til þrjú núll yfir en ég tek það ekki af markmanninum að hann stóð sig hrikalega vel. „Leiknisliðið er vel skipulagt og leikmenn mjög vinnusamir og gerðu okkur lífið gríðarlega erfitt í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mikið í seinni hálfleik og þeir fengu í raun einn séns í seinni hálfleik þar sem þetta hefði getað farið á versta veg og við getað tapað en það hefði ekki verið sanngjarnt því heilt yfir vorum við betra liðið. „Við fengum dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins en þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta var svolítið stöngin út og því fór sem fór,“ sagði Arnar sem var að vonum ekki ánægður með sóknarleik síns liðs í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að taka það af Leiknisliðinu að þeir stóðu sig vel og voru mjög duglegir en engu að síður hefðum við getað gert mun betur. Við vorum mikið með boltann í öllum leiknum en það er ekki nóg. „Mér fannst við verða óþolinmóðir snemma í seinni hálfleik og þegar menn verða óþolinmóðir þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og ákvarðanirnar í seinni hálfleik voru ekki góðar og því fór sem fór,“ sagði Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Leiknir 0-0 | Markalaust í Kópavogi Breiðablik tapaði dýrmætum stigum þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2015 00:01