Handbolti

Arnór með fjögur mörk í sigri Saint Raphael

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór og félagar fara vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni.
Arnór og félagar fara vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. vísir/eva björk
Arnór Atlason skoraði fjögur mörk fyrir Saint Raphael sem vann tveggja marka sigur, 26-28, á Toulouse í 1. umferð frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14, og áfram var jafnt á flestum tölum í seinni hálfleik. Saint Raphael seig hins vegar fram úr á lokakaflanum og skoraði fjögur af sex síðustu mörkum leiksins.

Þrjú marka Arnórs komu af vítalínunni en hann nýtti öll þrjú vítaköst sín í leiknum. Eitt af fjórum skotum Arnórs utan af velli rötuðu rétta leið.

Miroslav Jurka var markahæstur í liði Saint Raphael með sex mörk en Vasko Sevaljevic skoraði mest fyrir Toulouse, eða sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×